19. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 09:00
Össur Skarphéðinsson (ÖS) fyrir Valgerði Bjarnadóttur (VBj), kl. 09:00

Guðmundur Steingrímsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason, Ásta Guðrún Helgadóttir.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) Sala fasteigna og skipa Kl. 09:05
Nefndin ræddi breytingartillögur við lög nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa sem nefndin hyggst leggja fram.

Á fund nefndarinnar mætti Óalfur Egill Jónsson frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 139. mál - peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 10:00
Lagt til að málið verði afgreitt frá nefndinni með nefndaráliti. Allir samþykkir afgreiðslu málsins. Undir álitið rita Frosti Sigurjónsson, Brynjar Níelsson sem er framsögumaður málsins, Sigríður Á. Anderssen, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Ásmundur Einar Daðason.

4) Tilskipun 2014/95/ESB um breytingu á tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga Kl. 10:10
Nefndin ákvað að skila áliti um málið til Utanríkismálanefndar. Undir álitið rita Frosti Sigurjónsson formaður, BRynjar Níelsson, Sigríður Á Anderssen, Steingrímur J. Sigfússon, Össur Skarphéðinsson og Ásmundur Einar Daðason.

5) Önnur mál Kl. 10:18
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:20