34. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. janúar 2016 kl. 09:15


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:15
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:15
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:15
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:15
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:15
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:15

Brynjar Níelsson boðaði forföll. Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 10:30.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 33. fundar samþykkt.

2) 396. mál - vátryggingastarfsemi Kl. 09:20
Sóley Ragnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ragnheiður Morgan Sigurðardóttir og Sigurður Freyr Jónatansson frá Fjármálaeftirlitinu kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

3) 456. mál - ársreikningar Kl. 10:00
Harpa Theódórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kynnti málið fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna.
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

4) 420. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:30
Esther Finnbogadóttir, Hafsteinn Hafsteinsson og Lilja Sturludóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna varðandi málið.

5) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:45