36. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. febrúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 383. mál - fasteignalán til neytenda Kl. 09:05
Laufey Jónsdóttir og Hákon Stefánsson frá CreditInfo, Magnús Jóhannesson og Magnús Ægir Magnússon frá Kreditskor ehf., Ásta S. Helgadóttir og Lovísa Ósk Karlsdóttir frá Umboðsmanni skuldara, Anna Guðmunda Ingvarsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir frá Íbúðalánasjóði, Páll Gunnar Pálsson og Ólafur F. Þorsteinsson frá Samkeppniseftirlitinu og Magnús M. Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands mættu á fund nefndarinnar, kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 14/2015. Kl. 10:35
Matthildur Sveinsdóttir og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu og Halldóra Þorsteinsdóttir fyrir hönd áfrýjunarnefndar neytendamála mættu á fund nefndarinnar, gerðu grein fyrir úrskurðinum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:30