49. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. apríl 2016 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Brynjar Níelsson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.Líneik Anna Sævarsdóttir var fjarverandi.
Ásta Guðrún Helgadóttir vék af fundi kl. 10:30

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:49
Fundargerðir 45. - 48 fundar samþykktar.

2) Aðgerðir gegn skattaskjólum Kl. 09:35 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar mættu Arnór Sighvatsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir og Sigríður Benediktsdóttir frá Seðlabanka Íslands og Unnur Gunnarsdóttir, Halldóra E. Ólafsdóttir og Gísli Örn Kjartansson frá Fjármálaeftirlitinu. Gestir fóru yfir sín sjónarmið varðandi aðgerðir gegn skattaskjólum og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

3) 589. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættur Guðrún Finnborg Þórðardóttir, Hjálmar Brynjólfsson og Gísli Önr Kjartansson frá Fjármálaeftirlitinu og kynntu umsögn sína um málið og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

4) 561. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 11:00
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir að málið yrði afgreitt frá nefndinni. Að nefndaráliti meiri hluta stóðu Sigríður Á Anderssen framsögumaður, Frosti Sigurjónsson formaður, Vilhjálmur Bjarnason, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir og Willum Þór Þórsson. Valgerður Bjarnadóttir stendur ekki að álitinu og gerir fyrirvara við að nefndastarfið haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist í ljósi þess
ástands sem upp er íþinginu,ekki liggur fyrir hvaða mál eru forgangsmál ríkistjórnarinnar sem afgreiða þarf fyrir kosningar.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:00