50. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. apríl 2016 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Brynjar Níelsson boðaði forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundagerð 49. fundar samþykkt.

2) 589. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Árnína Steinunn Kristjánsdóttir og Gísli Óttarsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Ari Teitsson og Haraldur Úlfarsson frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 7. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:50
Þessum dagskrárlið var frestað.

4) 8. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:50
Þessum dagskrárlið var frestað.

5) 169. mál - umbætur á fyrirkomulagi peningamyndunar Kl. 09:50
Þessum dagskrárlið var frestað.

6) 114. mál - undirbúningur að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma Kl. 10:00
Ákveðið að senda málið til umsagnar með hefðbundnum umsagnarfresti.

7) 86. mál - tekjuskattur Kl. 10:00
Ákveðið að senda málið til umsagnar með hefðbundnum umsagnarfresti.

8) Önnur mál Kl. 10:11
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:11