59. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. maí 2016 kl. 13:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 13:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:00

Willum Þór Þórsson og Vilhjálmur Bjarnason voru staddir erlendis vegna starfa fyrir þingið. Sigríður Á. Andersen var fjarverandi. Frosti Sigurjónsson og Guðmundur Steingrímsson viku af fundi kl. 14:55.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað til næsta fundar.

2) 740. mál - fjármálaáætlun 2017--2021 Kl. 13:00
Fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins kynntu tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021.

3) Aðgerðir gegn skattaskjólum Kl. 14:05
Nefndin ræddi málið. Málið afgreitt úr nefndinni með samþykki allra viðstaddra.

4) 666. mál - Lífeyrissjóður bænda Kl. 14:30
Ólafur K. Ólafsson og Borghildur Jónsdóttir frá lífeyrissjóði bænda og Elías Blöndal Guðjónsson og Sigurður Eyþórsson frá Bændasamtökum Íslands mættu á fund nefndarinnar, kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 668. mál - fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti Kl. 15:20
Björn Brynjúlfur Björnsson frá Viðskiptaráði Íslands, Berglind Hallgrímsdóttir frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Halldór Oddsson og Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands mættu á fund nefndarinnar, kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 17:00
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 17:00