66. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. maí 2016 kl. 08:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:20

Vilhjálmur Bjarnason og Sigríður Á Andersen boða forföll. Birgitta Jónsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 65. fundar samþykkt.

2) Verkefnastaða nefndar Kl. 08:35
Rætt var um verkefnastöðunefndarinnar og næstu skref.

3) 589. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 08:55
Á fund nefndarinnar mættu Jón Þór Sturluson og Hjálmar Brynjólfsson frá Fjármálaeftirlitinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 668. mál - fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar mættu Maríanna Jónasdóttir, Ingibjörg Helga Helgadóttir og Steinar Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og kynntu minnisblað ráðuneytisins um málið.

5) 589. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar mættu Árnína Steinunn Kristjánsdóttir og Íris Björk Hreinsdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja og fóru yfir athugasemd sem samtökin sendu nefndinni.

6) 667. mál - skattar og gjöld Kl. 10:45
Nefndin samþykkti að afgreiða málið frá nefndinni. Að nefndaráliti meiri hluta standa Frosti Sigurjónsson, Brynjar Níelsson, Willum Þór Þórsson, Líneik Anna Sævarsdóttir,Guðmundu Steingrímsson, Vilhjálmur Bjarnason og Sigríður Á Andersen. Katrín Jakobsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir skila séráliti.

7) 384. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 11:00
Nefndin ræddi málið og ákvað taka málið til frekari skoðunar.

8) Önnur mál Kl. 11:07
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:00