73. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. ágúst 2016 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:30

Guðmundur Steingrímsson og Vilhjálmur Bjarnason boðuðu forgföll, Birgitta Jónsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 69.-70. fundar samþykktar.

2) Gjaldeyrisútboð Seðlabanka 16. júní 2016 Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Sturla Pálsson, Róbert Helgason og Guðmundur Sigurbergsson frá Seðlabanka Íslands og fóru yfir framkvæmd og niðurstöður í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands frá 16. júní sl. auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) 396. mál - vátryggingastarfsemi Kl. 10:12
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að álitinu. Katrín Jakobsdóttir skrifar undir álitið með fyrirvara.

4) Önnur mál Kl. 10:28
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:28