82. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. september 2016 kl. 09:20


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:20
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:20
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:20
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:20
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:20
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:20
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:20

Brynjar Níelsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason boðuðu forföll.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Guðmundur Steingrímsson og Willum Þór Þórsson véku af fundi kl 12:05.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.

2) 817. mál - vextir og verðtrygging Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar mættu Jón Þór Sturluson og Tómas Sigurðsson frá Fjármálaeftirlitinu, Örn Arnarson og Birgir Runólfsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Sigríður Benediktsdóttir og Lúðvík Elíasson frá Seðlabanka Íslands, Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu, Þórey Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Halldór Árnason frá Samtökum Atvinnulífins. Gestir fóru yfir umsagnir sínar um málið og svörðuðu spurningum nenfdarmanna.

Þórey Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Halldór Árnason frá Samtökum Atvinnulífins fóru einnig yfir umsagnir um mál 818 um stuðning við fyrstu kaup og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

3) 818. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 11:35
Á fund nefndarinnar mættu Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Gestir fóru yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 817. mál - vextir og verðtrygging Kl. 13:05
Símafundur með Dr. Ólafi Margeirssyni hagfræðingi. Hann kynnti nefndinni umsögn sína um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 818. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 13:35
Á fund nefndarinnar mættu Björn Brynjúlfur Björnsson frá Viðskiptaráði Íslands, Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hildur jana júlíusdóttir og Brynjar Harðarson frá Fjármálaeftirlitinu og Hallgrímur Óskarsson. Gestir kynntu nefndinni umsagnir sínar um málið og svörðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 15:00
ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 15:00