88. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. september 2016 kl. 08:10


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:10
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:10
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:35
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 08:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:10
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 08:19
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:13
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:10

Guðmundur Steingrímsson var fjarverandi. Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 9:00 vegna annarra þingstarfa og kom aftur á fund kl. 9:33. Valgerður Bjarnadóttir vék af fundi kl. 9:06. Katrín Jakobsdóttir vék af fundi kl. 10:28 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 817. mál - vextir og verðtrygging Kl. 08:10
Málið var afgreitt með samþykki Brynjars Níelssonar, Frosta Sigurjónssonar, Líneikur Önnu Sævarsdóttur, Sigríðar Á. Andersen og Willums Þórs Þórssonar. Að nefndaráliti stóðu Brynjar Níelsson, með fyrirvara, Frosti Sigurjónsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigríður Á, Andersen, með fyrirvara, og Willum Þór Þórsson. Katrín Jakobsdóttir boðaði að hún mundi skila séráliti.

2) 818. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 08:26
Málið var afgreitt með samþykki Brynjars Níelssonar, Frosta Sigurjónssonar, Líneikur Önnu Sævarsdóttur, Sigríðar Á. Andersen og Willums Þórs Þórssonar. Að nefndaráliti stóðu Brynjar Níelsson, Frosti Sigurjónsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Willum Þór Þórsson.

3) 384. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 08:40
Málið var afgreitt með samþykki Brynjars Níelssonar, Frosta Sigurjónssonar, Líneikur Önnu Sævarsdóttur, Sigríðar Á. Andersen, Vilhjálms Bjarnasonar og Willums Þór Þórsosonar. Að nefndaráliti stóðu Frosti Sigurjónsson, Katrín Jakobsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Birgitta Jónsdóttir lýsti því að hún styddi álitið með fyrirvara.

4) 871. mál - kjararáð Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar kom fyrst Stefán Lárus Stefánsson á vegum sendiherra í utanríkisþjónustunni, næst Kristján Björnsson og Páll Ágúst Ólafsson frá Prestafélagi Íslands, næst Magnús K. Hannesson og Ólafur Sigurðsson á vegum sendifulltrúa í utanríkisþjónustunni, næst Úlfar Lúðvíksson frá Lögreglustjórafélagi Íslands og loks Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður.

5) Fundargerð Kl. 10:06
Fundargerðir 86. og 87. fundar voru samþykktar.

6) Önnur mál Kl. 10:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:42