91. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. október 2016 kl. 12:02


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 12:02
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 12:07
Anna Margrét Guðjónsdóttir (AMG) fyrir Valgerði Bjarnadóttur (VBj), kl. 12:02
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 12:02
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Vilhjálm Bjarnason (VilB), kl. 12:02
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 12:02

Brynjar Níelsson og Sígríður Á. Andersen voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll vegna annarra starfa.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Önnur mál Kl. 12:02
Ákveðið var að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður 871. máls um kjararáð.

2) 383. mál - fasteignalán til neytenda Kl. 12:08
Nefndin ræddi um málið.

3) 826. mál - gjaldeyrismál Kl. 12:10
Nefndin afgreiddi álit með breytingartillögu með samþykki allra viðstaddra. Að álitinu stóðu allir viðstaddir, auk Líneikur Önnu Sævarsdóttur og Sigríðar Á. Andersen skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) 787. mál - aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. Kl. 12:18
Nefndin ræddi um málið.

5) Fundargerð Kl. 12:26
Fundargerð 90. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:31