84. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. september 2016 kl. 09:07


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:07
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:08
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:07
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:09
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:07
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:07
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:07
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:14
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:07

Líneik Anna Sævarsdóttir var fjarverandi. Birgitta Jónsdóttir vék af fundi kl. 10:55. Guðmundur Steingrímsson og Vilhjálmur Bjarnason viku af fundi kl. 11:09.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerðir 81.-83. fundar voru samþykktar.

2) 631. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:08
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti með breytingartillögu stóðu allir viðstaddir.

3) 818. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 10:11
Liðnum var frestað.

4) 787. mál - aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. Kl. 10:19
Nefndin ræddi um málið.

5) 817. mál - vextir og verðtrygging Kl. 10:40
Nefndin ræddi um málið.

6) Önnur mál Kl. 11:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:14