45. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. mars 2016 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 10:10
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 43. og 44. fundar voru samþykktar.

2) Gjalddagar aðflutningsgjalda á gjaldfresti. Kl. 09:35
Ákveðið að nefndin flytji frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt.

3) 420. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:10
Frumvarpið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: FSigurj, VilB, SÁA, KJak, WÞÞ.

4) Tilskipun 2014/104/ESB er varðar skaðabótareglur á sviði samkeppnismála Kl. 10:20
Nefndin afgreiddi alit um tilskipunina til utanríkismálanefndar. Undir það rita: VBj, WÞÞ, FSigurj, KJak, SÁA, VilB.

5) Upplýsingafundur með félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). Kl. 10:25
Nefndin ræddi um virðisaukaskatt af mismunandi tegundum menningarefnis.

6) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00