2. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. desember 2016 kl. 09:00


Mættir:

Benedikt Jóhannesson (BenJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Logi Már Einarsson (LME), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Smári McCarthy (SMc) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 1. fundar samþykkt.

2) 2. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017 Kl. 09:05
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með umsagnarfrest til kl. 15 miðvikudaginn 14. desember nk.

Á fund nefndarinnar mættu Maríanna Jónasdóttir, Ingibjörg Helga Helgadóttir og Benedikt S. Benediktsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og kynntu frumvarpið fyrir nefndinni auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi stuttlega vinnuna framundan.

3) Önnur mál Kl. 10:00
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:00