6. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. desember 2016 kl. 09:01


Mættir:

Benedikt Jóhannesson (BenJ) formaður, kl. 09:01
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:01
Eva Pandora Baldursdóttir (EPB) 2. varaformaður, kl. 09:01
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:04
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:01
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:05
Logi Einarsson (LE), kl. 09:01
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:05

Vilhjálmur Bjarnason boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis. Katrín Jakobsdóttir vék af fundi kl. 11:34.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) 6. mál - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu fyrst Gyða Hrönn Einarsdóttir, Stefán Aðalsteinsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir frá Bandalagi háskólamanna, Árni Stefán Jónsson, Kristinn Bjarnason og Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Guðbjörg Pálsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Anna Rós Sigmundsdóttir og Þórður Á. Hjaltested frá Kennarasambandi Íslands, næst Baldur Ólafsson og Frímann Birgir Baldursson frá Landssambandi lögreglumanna, Stefán Pétursson og Valdimar Leó Friðriksson frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Gunnar Örn Gunnarsson og Kristín Á. Guðmundsdóttir frá Sjúkraliðafélagi Íslands og Ársæll Ársælsson og Ólafur Ingibergsson frá Tollvarðafélagi Íslands, næst Haukur Hafsteinsson og Vala Rebekka Þorsteinsdóttir frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, næst Garðar Hilmarsson, Gerður Guðjónsdóttir og Þóra Jónsdóttir frá Brú lífeyrissjóði og Karl Björnsson og Sigurður Ármann Snævarr frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og loks Gísli Tryggvason lögmaður.

3) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50