19. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. febrúar 2017 kl. 09:11


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:11
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:11
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:11
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:11
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:11
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:11
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:11
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:11
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:11

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:11
Fundargerð 18. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 67. mál - Lífeyrissjóður bænda Kl. 09:12
Á fund nefndarinnar komu fyrst Guðrún Vaka Steingrímsdóttir og Sigurður Eyþórsson frá Bændasamtökum Íslands og næst Borghildur Jónsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Ólafur K. Ólafs og Skúli Bjarnason frá Lífeyrissjóði bænda.

3) Þingmálaskrá 146. löggjafarþings - kynning. Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu fyrst Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðrún Þorleifsdóttir, Haraldur Steinþórsson og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og næst Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og
Heimir Skarphéðinsson, Sigrún Brynja Einarsdóttir og Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 58. mál - upptaka samræmdrar vísitölu neysluverðs Kl. 11:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 2. mars 2017.

Ákveðið var að Lilja Dögg Alfreðsdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 88. mál - sala ríkiseigna, lækkun skulda ríkissjóðs og fjárfesting í innviðum Kl. 11:09
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 2. mars 2017.

Ákveðið var að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 11:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15