26. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. mars 2017 kl. 09:04


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:22
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:04
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:11
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:04
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:04
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:04
Logi Einarsson (LE), kl. 10:28
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 10:05
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:04

Jón Steindór Valdimarsson boðaði að hann yrði seinn. Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 9:42.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 25. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) Framvinda við úrvinnslu stöðugleikaeigna Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Esther Finnbogadóttir og Sigurður H. Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti.

4) Erindi efnahags- og viðskiptanefndar til ríkisskattstjóra Kl. 10:11
Ákveðið var að taka saman bréf til ríkisskattstjóra með ósk um afstöðu embættisins til tiltekinna atriða.

5) Önnur mál Kl. 10:20
Ákveðið var að Rósa Björk Brynjólfsdóttir yrði framsögumaður 78. máls um aðskilnað fjárfestingarbanka og við­skiptabanka. Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 16. mars.

Ákveðið var að Smári McCarthy yrði framsögumaður 189. máls um kjararáð. Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 16. mars.

6) Drög að eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki Kl. 10:32
Á fund nefndarinnar komu Benedikt Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra og Hafsteinn S. Hafsteinsson, Jón Gunnar Vilhelmsson og Sigurður H. Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundi slitið kl. 11:19