34. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. mars 2017 kl. 09:01


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:01
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:30
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 10:05
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 09:01
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:01
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:12
Oktavía Hrund Jónsdóttir (OktJ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:01

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason boðuðu forföll vegna annarra þingstarfa. Jón Steindór Valdimarsson boðaði seinkun vegna annarra þingstarfa. Theodóra S. Þorsteinsdóttir sat fundinn kl. 9:30-10:22.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 126. mál - fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Hjörleifur Gíslason og Leifur Arnkell Skarphéðinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

2) Sala á hlut í Arion banka hf. Kl. 09:30
Samþykkt var að Theodóra S. Þorsteinsdóttir fengi áheyrnaraðild að málinu.

Á fund nefndarinnar komu Höskuldur Ólafsson og Jónína S. Lárusdóttir frá Arion banka hf.

3) 126. mál - fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Kl. 10:23
Á fund nefndarinnar komu Helga Þórisdóttir og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd.

4) Tilskipun 2014/59/ESB um viðbúnað og skilameðferð fjármálafyrirtækja Kl. 10:42
Afgreidd var umsögn um málið til utanríkismálanefndar með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Allir viðstaddir nefndarmenn stóðu að umsögninni.

5) Fundargerð Kl. 10:44
Fundargerðir 32. og 33. fundar voru samþykktar.

6) Erindi efnahags- og viðskiptanefndar til ríkisskattstjóra Kl. 10:44
Rætt var um málið.

7) Önnur mál Kl. 10:53
Ákveðið var að fundur með Fjármálaeftirlitinu 24. mars 2017 um sölu á hlut í Arion banka hf. yrði opinn fréttamönnum.

Fundi slitið kl. 11:03