36. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. mars 2017 kl. 09:31


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:31
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:31
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:31
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:31
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:31
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:31
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:31
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:31
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:31

Lilja Alfreðsdóttir vék af fundi kl. 10:55.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:31
Fundargerð 35. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 216. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar komu fyrst Guðmundur Kári Kárason og Tinna Finnbogadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, næst Gísli Örn Kjartansson og Tómas Sigurðsson frá Fjármálaeftirlitinu, næst Jóna Björk Guðnadóttir og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og loks Hrannar Már Gunnarsson frá Neytendasamtökunum.

3) Önnur mál Kl. 10:43
Ákveðið var að senda 220. mál um vexti og gengi krónunnar til umsagnar með fresti til 14. apríl 2017. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

Fundi slitið kl. 11:00