37. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. mars 2017 kl. 09:01


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:01
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:01
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:01
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:24
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:01
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:01
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:51
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:02

Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðaði seinkun. Brynjar Níelsson, Jón Steindór Valdimarsson og Vilhjálmur Bjarnason viku af fundi kl. 9:49 vegna annarra þingstarfa. Lilja Alfreðsdóttir vék af fundi kl. 10:50.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 36. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 237. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar kom Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) 126. mál - fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Kl. 09:16
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti með breytingartillögu stóðu allir viðstaddir nefndarmenn utan Smára McCarthy sem boðaði að hann mundi skila séráliti.

4) 237. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar kom Skúli Jónsson frá ríkisskattstjóra.

5) 216. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 10:03
Á fund nefndarinnar komu Áslaug Jósepsdóttir, Harpa Jónsdóttir og Örn Hauksson frá Seðlabanka Íslands.

6) 106. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 10:32
Rætt var um málið.

7) Eftirlit með kennitöluflakki og svartri atvinnu Kl. 10:41
Rætt var um málið.

8) Fyrirhugaðar heimsóknir efnahags- og viðskiptanefndar Kl. 10:45
Rætt var um málið.

9) Vinna efnahags- og viðskiptanefndar vegna tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun Kl. 10:50
Rætt var um málið.

10) Önnur mál Kl. 10:54
Smári McCarthy bókaði að hann óskaði eftir því að nefndin óskaði eftir því að fá aðgang að þeim gögnum sem Fjármálaeftirlitið hafi sem varða eignarhald á Arion banka hf. með vísan til 1. mgr. 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

Fundi slitið kl. 11:00