42. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. apríl 2017 kl. 09:02


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:02
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:19
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:02
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 09:02
Ómar Ásbjörn Óskarsson (ÓÁÓ) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:02
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:07
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:02

Vilhjálmur Bjarnason boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 11:13, kom aftur á fund kl. 11:25 og vék aftur af fundi kl. 11:25.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Liðnum var frestað.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu fyrst Björn Ragnar Björnsson, Brynjar Örn Ólafsson og Marinó Melsted frá Hagstofu Íslands, næst Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands og Erna Guðmundsdóttir, Georg Brynjarson og Þórunn Sveinbjarnardóttir frá Bandalagi háskólamanna og loks Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Tilskipun nr. 2014/51/EB sem breytir öðrum gerðum er varða evrópskar eftirlitsstofnanir Kl. 11:20
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar. Að álitinu stóðu allir viðstaddir nefndarmenn, Orri Páll Jóhannsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir með fyrirvara.

4) 410. mál - hlutafélög og einkahlutafélög Kl. 11:23
Nefndin afgreiddi málið. Að nefndaráliti stóðu allir viðstaddir nefndarmenn.

5) 312. mál - endurskoðendur Kl. 11:24
Nefndin afgreiddi málið. Að nefndaráliti stóðu allir viðstaddir nefndarmenn auk Vilhjálms Bjarnasonar samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis, Orri Páll Jóhannsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir með fyrirvara.

6) Önnur mál Kl. 11:28
Ákveðið var að óska eftir tilgreindum upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands.

Fundi slitið kl. 11:40