45. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. maí 2017 kl. 09:09


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:09
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:09
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:09
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:09
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:09
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:09
Oktavía Hrund Jónsdóttir (OktJ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:09
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:10

Lilja Dögg Alfreðsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Oktavía Hrund Jónsdóttir vék af fundi kl. 9:55.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:09
Fundargerð 44. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 116. mál - fyrirtækjaskrá Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar kom fyrst Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og næst Jenný Stefanía Jensdóttir frá Gagnsæi, samtökum gegn spillingu.

3) 385. mál - skattar, tollar og gjöld Kl. 09:38
Á fund nefndarinnar komu fyrst Hlynur Ingason, Ingibjörg Helga Helgadóttir og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, næst Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Magnús K. Hannesson frá utanríkisráðuneyti og Jón Björgvin Guðnason frá Landhelgisgæslu Íslands, næst Elín Alma Arthusdóttir, Ingvar J. Rögnvaldsson og Jón Ásgeir Tryggvason frá ríkisskattstjóra og loks Alexander Eðvardsson og Sigurjón Högnason frá KPMG ehf.

4) 505. mál - meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 16. maí 2017. Ákveðið var að Vilhjálmur Bjarnason yrði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 11:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:24