46. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 13:31


Mættir:

Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 13:31
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 13:31
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 13:31
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Óla Björn Kárason (ÓBK), kl. 15:16
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:31
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 13:32
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 13:32
Oktavía Hrund Jónsdóttir (OktJ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 13:31
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 13:32

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 15:17.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:31
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

2) Framseld reglugerð (ESB) 2015/61 til viðbótar reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um lausafjárþekju lánastofnana Kl. 13:33
Á fund nefndarinnar komu Leifur Arnkell Skarphéðinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti og Áslaug Jósepsdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir frá Seðlabanka Íslands.

3) 401. mál - lánshæfismatsfyrirtæki Kl. 13:55
Á fund nefndarinnar kom fyrst Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, næst Hildur Jana Júlíusdóttir og Rúnar Örn Olsen frá Fjármálaeftirlitinu og loks Ólafur Ásgeirsson frá Reitun ehf.

Oktavía Hrund Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúi Pírata vill bóka óánægju sína með að 1. varaformaður nefndarinnar fylgir ekki mælendaskrá, en hleypir ítrekað spurningum fram fyrir röðina.“

4) 216. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 15:10
Málið var afgreitt með samþykki Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Birgis Ármannsonar, Brynjars Níelssonar, Jóns Steindórs Valdimarssonar og Vilhjálms Bjarnasonar. Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Brynjar Níelsson, Jón Steindór Valdimarsson, Óli Björn Kárason samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis og Vilhjálmur Bjarnason. Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Oktavía Hrund Jónsdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðuðu að þær mundu skila séráliti.

5) Önnur mál Kl. 15:18
Ákveðið var að óska eftir því að Fjármálaeftirlitið kæmi á fund nefndarinnar vegna sölu á hlut í Arion banka hf.

Fundi slitið kl. 15:21