49. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. maí 2017 kl. 13:34


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:34
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 13:34
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 14:03
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 14:03
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 13:34
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:34
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 13:34
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 13:34
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 13:39

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vék af fundi kl. 14:05.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:34
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

2) 401. mál - lánshæfismatsfyrirtæki Kl. 13:34
Á fund nefndarinnar komu Erna Hjaltested og Guðbjörg Eva Baldursdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Dóra Sif Tynes lögmaður.

Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu Áslaug Arna Sveinbjörnsdóttir, Brynjar Níelsson, Jón Steindór Valdimarsson, Lilja Alfreðsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason. Birgitta Jónsdóttir hugðist láta vita fyrir lok dags hvort hún stæði að álitinu og breytingartillögunni.

3) 385. mál - skattar, tollar og gjöld Kl. 14:04
Á fund nefndarinnar kom Bergþóra Halldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins.

4) 67. mál - Lífeyrissjóður bænda Kl. 14:31
Rætt var um málið.

5) 386. mál - skortsala og skuldatryggingar Kl. 14:32
Rætt var um málið.

6) 505. mál - meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum Kl. 14:36
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti stóðu allir viðstaddir nefndarmenn auk Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

7) 116. mál - fyrirtækjaskrá Kl. 14:42
Liðnum var frestað.

8) Önnur mál Kl. 14:42
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:48