51. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. maí 2017 kl. 09:13


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:13
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:13
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:13
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:54
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:13
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:13
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:31
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:13
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:13

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Lilja Alfreðsdóttur boðuðu seinkun. Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi kl. 9:59.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Fundargerð 50. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir dagslok.

2) 67. mál - Lífeyrissjóður bænda Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar kom Bjarni Guðmundsson tryggingastærðfræðingur.

3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kjararáð Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Björnsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Samþykkt var að nefndin legði fram frumvarp um málið.

4) 505. mál - meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum Kl. 09:56
Rætt var um málið.

5) 385. mál - skattar, tollar og gjöld Kl. 10:01
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna, utan Katrínar Jakobsdóttur og Smára McCarthy sem sátu hjá. Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Brynjar Níelsson, Jón Steindór Valdimarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason.

6) 116. mál - fyrirtækjaskrá Kl. 10:05
Rætt var um málið.

7) Önnur mál Kl. 10:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:09