52. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. maí 2017 kl. 13:02


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:02
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 13:02
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 13:02
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 13:04
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:02
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 13:08
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 13:02
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 13:03
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:02

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 505. mál - meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum Kl. 13:02
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Sigbergsson og Jens Fjalar Skaptason frá Seðlabanka Íslands.

Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti með breytingartillögu stóðu allir viðstaddir nefndarmenn.

2) Fundargerð Kl. 13:12
Fundargerð 51. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

3) Önnur mál Kl. 13:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:14