54. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 26. maí 2017 kl. 09:12


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:12
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:12
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:12
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:19
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur (ÁslS), kl. 09:15
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir (SGísl) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:12
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:12
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur (RBB), kl. 09:12

Lilja Dögg Alfreðsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Fundargerð 53. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 116. mál - fyrirtækjaskrá Kl. 09:12
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti með breytingartillögu stóðu Katrín Jakobsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Smári McCarthy og Svandís Svavarsdóttir. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir var samþykk álitinu.

3) 553. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð o.fl. Kl. 09:21
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti stóðu Brynjar Níelsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir var samþykk álitinu.

4) 111. mál - viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum Kl. 09:25
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu Brynjar Níelsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir var samþykk álitinu og breytingartillögunni.

5) 67. mál - Lífeyrissjóður bænda Kl. 09:28
Rætt var um málið.

6) Önnur mál Kl. 09:33
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:36