58. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
heimsókn í fjármála- og efnahagsráðuneytið, Arnarhvoli við Lindargötu mánudaginn 4. september 2017 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir SMc, kl. 09:10
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:10
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:10

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Brynjar Níelsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Heimsókn til skrifstofu skattamála fjármála- og efnahagsráðuneytisins Kl. 09:10
Á móti nefndinni tóku Ása Ögmundsdóttir, Benedikt S. Benediktsson, Elín Guðjónsdóttir, Hlynur Hallgrímsson, Hlynur Ingason, Ingibjörg Helga Helgadóttir, Íris Hannah Atladóttir, Jóhanna Norðdahl, Linda Garðarsdóttir, Margrét Ágústa Sigurðardóttir, Maríanna Jónasdóttir og Steinar Örn Steinarsson frá skrifstofu skattamála og kynntu starf skrifstofunnar og skattkerfið á Íslandi.

2) Önnur mál Kl. 10:50
Katrín Jakobsdóttir óskaði eftir því að nefndin fundaði um skýrslu Alþýðusambands Íslands um skattbyrði launafólks 1998-2016 frá ágúst 2017.

Fundi slitið kl. 10:50