59. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
heimsókn til Fjármálaeftirlitsins Katrínartúni 6 miðvikudaginn 6. september 2017 kl. 09:30


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir ÁslS, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) fyrir VilB, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 10:05
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:55

Jón Steindór Valdimarsson boðaði forföll. Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðaði seinkun.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Heimsókn til Fjármálaeftirlitsins Kl. 09:30
Á móti nefndinni tóku Anna Mjöll Karlsdóttir, Bjarki Vigfússon, Jón Þór Sturluson, Páll Friðriksson, Sigurður Freyr Jónatansson og Unnur Gunnarsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu og kynntu starfsemi stofnunarinnar.

Fundi slitið kl. 11:20