3. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. desember 2017 kl. 09:32


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:32
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 10:06
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:32
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:32
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:32
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:32
Karl Gauti Hjaltason (KGH) fyrir Ólaf Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:32
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Ólaf Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:32
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:38
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:40

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir vék af fundinum kl. 10:08 og kom Oddný G. Harðardóttir í hennar stað. Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundinum kl. 10:53 og kom Ólafur Þór Gunnarsson í hennar stað.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) 3. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018 Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Jónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir frá Landssambandi eldri borgara. Gestirnir ræddu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjámálagerninga og breytingu á tilskipun 2002/92/EB (MiFID2) Kl. 10:04
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar með samþykki Bryndísar Haraldsdóttur, Brynjars Níelsson, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, Oddnýjar G. Harðardóttur, Óla Björns Kárasonar, Silju Daggar Gunnarsdóttur og Þorsteins Víglundssonar. Að álitinu stóðu sömu nefndarmenn.

4) Reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (MiFIR) Kl. 10:04
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar með samþykki Bryndísar Haraldsdóttur, Brynjars Níelsson, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, Oddnýjar G. Harðardóttur, Óla Björns Kárasonar, Silju Daggar Gunnarsdóttur og Þorsteins Víglundssonar. Að álitinu stóðu sömu nefndarmenn.

5) 3. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018 Kl. 10:11
Á fund nefndarinnar kom Vilhjálmur Egilsson rektor. Gesturinn ræddi frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 21. mál - stimpilgjald Kl. 11:09
Ákveðið var að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 15. janúar 2018.

7) 47. mál - nýting forkaupsréttar ríkisins að hlutabréfum í Arion banka Kl. 11:13
Ákveðið var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði framsögumaður málsins.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 15. janúar 2018.

8) 46. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 11:14
Ákveðið var að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

Ákveðið var að óska eftir því að Fjármálaeftirlitið, Samtök fjármálafyrirtækja og Seðlabanki Íslands kæmu á fund nefndarinnar vegna málsins.

9) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20