8. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. desember 2017 kl. 11:01


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 11:01
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 11:01
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 11:03
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 11:01
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 11:01
Karl Gauti Hjaltason (KGH) fyrir Ólaf Ísleifsson (ÓÍ), kl. 11:01
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 11:01
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 11:01
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 11:06
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 11:03

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Önnur mál Kl. 11:02
Ákveðið var að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður 67. máls um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (launafyrirkomulag forstöðumanna).

2) Fundargerð Kl. 11:02
Fundargerð 7. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki bærust athugasemdir fyrir lok dags.

3) 3. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018 Kl. 11:03
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Gísli Þór Magnússon frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestirnir ræddu tillögu ráðuneytisins um breytingu á frumvarpinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu stóðu Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorsteinn Víglundsson boðuðu að þau myndu skila sameiginlegu minnihlutaáliti.

Fundi slitið kl. 11:41