10. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. janúar 2018 kl. 15:03


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:03
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:03
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:11
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:03
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:03
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:03
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:03

Brynjar Níelsson og Þorsteinn Víglundsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:03
Fundargerðir 8. og 9. fundar voru samþykktar með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) Kynning á þingmálaskrá ráðherra Kl. 15:04
Á fund nefndarinnar komu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðrún Þorleifsdóttir, Haraldur Steinþórsson og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestirnir kynntu þau þingmál sem ráðherra hugðist leggja fram á 148. löggjafarþingi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 15:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:54