81. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. ágúst 2014 kl. 10:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:01
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:54
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:57
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:54
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:58
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:02

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Tilskipun 2009/14/EB er varðar innlánatryggingakerfi. Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu þeir Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og þeir Tómas Brynjólfsson og Kjartan Gunnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir fóru yfir stöðu málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Eftirlitskerfi ESB með fjármálamörkuðum Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar mættu þeir Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og Tómas Brynjólfsson og Kjartan Gunnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:50
Ekki voru önnur mál rædd á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:00