20. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. mars 2018 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna veikinda.

Ólafur Þór Gunnarsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 17., 18. og 19. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á þingmálaskrá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Kl. 09:10
Nefndin fékk á sinn fund Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur og Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestir kynntu þingmálaskrá ráðherrans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 177. mál - rafræn birting álagningarskrár Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

4) 247. mál - vátryggingastarfsemi Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Nefndin samþykkti að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:02
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:10