24. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. mars 2018 kl. 09:40


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:40
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:40
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:40
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:40
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:50
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:40
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:50
Una Hildardóttir (UnaH), kl. 09:40

Brynjar Níelsson og Þorsteinn Víglundsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) Starfsemi smálánafyrirtækja Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórunni Önnu Árnadóttur og Matthildi Sveinsdóttur frá Neytendastofu.

3) 12. mál - ársreikningar og hlutafélög Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórð Sveinsson frá Persónuvernd.

4) 13. mál - rafræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fasteigna Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hafstein Viðar Hafsteinsson, Herdísi Björk Brynjarsdóttur og Guðmund Sigurfinnsson frá Íbúðalánasjóði.

5) 14. mál - trygging gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Ólaf Ólafsson frá MPM-námi Háskólans í Reykjavík og Dr. Þórð Víking Friðgeirsson frá rannsóknarsetrinu CORDA við Háskólann í Reykjavík.

6) Hæfi eigenda virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum Kl. 11:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Þór Sturluson, Björk Sigurgísladóttur og Gísla Örn Kjartansson frá Fjármálaeftirlitinu.

7) 247. mál - vátryggingastarfsemi Kl. 12:00
Dagskrárlið frestað.

8) 93. mál - afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár Kl. 10:40
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að skrifa undir nefndarálit með breytingartillögu.

9) 246. mál - vextir og verðtrygging Kl. 10:20
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

Nefndin samþykkti að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði framsögumaður málsins.

10) 249. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 10:20
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

Nefndin samþykkti að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði framsögumaður málsins.

11) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00