19. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. febrúar 2018 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:20
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:20
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:20
Una Hildardóttir (UnaH), kl. 09:10

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Kynning frá starfshópi um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis Kl. 09:10
Nefndin fékk á sinn fund Benedikt S. Benediktsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og starfshópi um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis, sem fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Viðvera endurskoðenda á aðalfundum Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga (viðvera endurskoðenda á aðalfundum).

4) 93. mál - afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Hörð Tulinius og Pálmar Pétursson frá Fjármálaeftirlitinu, Gunnhildi Sveinsdóttur og Vigdísi Halldórsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur frá Kauphöll Íslands.

5) 135. mál - upptaka samræmdrar vísitölu neysluverðs Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Nefndin samþykkti að Silja Dögg Gunnarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

6) 192. mál - lágskattaríki Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Nefndin samþykkti að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:10