48. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. júní 2018 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Jón Gunnarsson (JónG) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10

Þorsteinn Víglundsson var fjarverandi.

Smári McCarthy vék af fundi kl. 09:35 og í hans stað tók sæti Jón Þór Ólafsson.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 45., 46. og 47. fundar voru samþykktar.

2) 561. mál - aðgerðir gegn skattundanskotum og skattsvikum Kl. 09:10
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra.

Allir viðstaddir nefndarmenn skruðu undir nefndarálit með breytingartillögu, þar af Oddný G. Harðardóttir með fyrirvara.

3) 629. mál - aukatekjur ríkissjóðs Kl. 09:20
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit.

4) 108. mál - tekjuskattur Kl. 09:30
Eftirfarandi var bókað:
Nefndin er sammála um að afgreiða málið ekki til annarrar umræðu, enda verði lögð fram þingsályktunartillaga sama efnis þar sem fyrsti flutningsmaður verði Guðmundur Ingi Kristinsson og auk hans standi að tillögunni aðrir þingmenn Flokks fólksins auk fulltrúa annarra þingflokka.

5) 13. mál - rafræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fasteigna Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um starfið fram undan.

Fundi slitið kl. 09:50