49. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 8. júní 2018 kl. 19:05


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 19:05
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 19:05
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 19:05
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 19:05
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 19:05
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 19:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 19:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 19:05
Smári McCarthy (SMc) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 19:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 19:05

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:05
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

2) 565. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 19:05
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til þriðju umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn utan Smára McCarthy rituðu undir nefndarálit meiri hluta.

3) 246. mál - vextir og verðtrygging Kl. 19:20
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Ásgerður K. Gylfadóttir, Birgir Ármannsson og Ólafur Þór Gunnarsson skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta með frávísunartillögu. Þorsteinn Sæmundsson skrifaði undir nefndarálit minni hluta.

4) Önnur mál Kl. 19:30
Nefndin ræddi starfið fram undan.

Fundi slitið kl. 19:30