6. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. september 2018 kl. 08:30


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 08:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 08:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 08:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 08:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 08:30

Þorsteinn Víglundsson, Brynjar Níelsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá fjármála- og efnahagsráðherra á 149. löggjafarþingi Kl. 08:30
Nefndin fékk á sinn fund Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt Maríönnu Jónasdóttur og Guðrúnu Þorleifsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir kynntu þingmálaskrá ráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda 8. þingmál, tillögu til þingsályktunar um skattleysi tekna undir 300.000 kr., til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Ákvörðun um framsögumann málsins var frestað.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:15