12. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. október 2018 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:20
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þorgrímur Sigmundsson (ÞorgS), kl. 09:10

Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) Virðisaukaskattur af myndveituþjónustu. Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hallgrím Kristinsson frá Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði.

3) 210. mál - brottfall laga um ríkisskuldabréf Kl. 09:30
Nefndin fékk á sinn fund Guðmund Kára Kárason og Sigurð Pál Ólafsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sem kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 211. mál - rafræn birting á álagningu skatta og gjalda Kl. 09:45
Nefndin fékk á sinn fund Guðrúnu Ingu Torfadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sem kynnti málið fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 09:55
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:00