13. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. nóvember 2018 kl. 10:45


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:45
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 10:55
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:45
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 10:55
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:45
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 10:45
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 11:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:45
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:45

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:45
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) 186. mál - samvinnufélög o.fl. Kl. 10:45
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar og samþykkti að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

3) 162. mál - vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Runólf Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda; Hörð Davíð Harðarson og Hjalta B. Árnason frá Tollstjóra; Maríu Jónu Magnúsdóttur, Jón Trausta Ólafsson og Benedikt Eyjólfsson frá Bílgreinasambandinu; og Benedikt S. Benediktsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:55