19. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. nóvember 2018 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 17. og 18. fundar voru samþykktar.

2) 301. mál - tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Kl. 09:10
Nefndin fékk á sinn fund Steinar Örn Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 304. mál - tollalög Kl. 09:30
Nefndin fékk á sinn fund Benedikt S. Benediktsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 302. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 09:50
Nefndin fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 335. mál - tekjuskattur Kl. 10:10
Nefndin fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 303. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:20
Nefndin fékk á sinn fund Leif Arnkel Skarphéðinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00