22. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 09:30


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30

Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 20. og 21. fundar voru samþykktar.

2) 335. mál - tekjuskattur Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þuríði Hörpu Sigurðardóttur og Aðalstein Sigurðarson frá Öryrkjabandalagi Íslands.

3) 314. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Tryggva Axelsson frá Neytendastofu, Jóhönnu Láru Guðbrandsdóttur frá tollstjóra, Theodóru Emilsdóttur frá skattrannsóknastjóra, Indriða B. Ármannsson frá Þjóðskrá, Björgu Ástu Þórðardóttur frá Samtökum iðnaðarins og Áslaugu Jósepsdóttur og Rögnu Bjarnadóttur frá dómsmálaráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45