25. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. desember 2018 kl. 10:00


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 10:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 10:00

Smári McCarthy var fjarverandi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi

Nefndarritarar:
Birgitta Kristjánsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) 3. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019 Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til þriðju umræðu. Óli Björn Kárason, Ólafur Þór Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson og Ásgerður K. Gylfadóttir skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

3) 2. mál - ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019 Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Óli Björn Kárason, Ólafur Þór Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson og Ásgerður K. Gylfadóttir skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta og breytingartillögu. Oddný G. Harðardóttir og Þorsteinn Víglundsson boðuðu minnihlutaálit.

4) 301. mál - tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

5) 302. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 10:25
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til 2. umræðu. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu, þar af Oddný G. Harðardóttir með fyrirvara.

6) Önnur mál Kl. 10:30
Nefndin ræddi um starfið framundan.

7) Löggjöf á sviði skatta Kl. 10:35
Elín Alma Arthursdóttir frá ríkisskattstjóra kom og veitti fræðslu um sitthvað á sviði skattamála.

Fundi slitið kl. 12:00