33. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. janúar 2019 kl. 09:14


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:14
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:14
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:14
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:14
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:14
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:33
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:14
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:14
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:14

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:14
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

2) 436. mál - ökutækjatryggingar Kl. 09:14
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Ásgerður K. Gylfadóttir verði framsögumaður málsins.

3) 486. mál - meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál Kl. 09:14
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Óli Björn Kárason verði framsögumaður málsins.

4) 233. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 09:14
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Smári McCarthy verði framsögumaður málsins.

5) 312. mál - endurskoðendur og endurskoðun Kl. 09:16
Á fund nefndarinnar mættu Unnur Gunnarsdóttir, Anna Mjöll Karlsdóttir og Sigurður Guðmundsson frá Fjármálaeftirlitinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Reglugerð (ESB) 2017/2394 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 2006/2004 Kl. 09:55
Dagskrárlið frestað.

7) 303. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:57
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Óli Björn Kárason, Þorsteinn Víglundsson, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ásgerður K. Gylfadóttir og Smári McCarthy skrifuðu undir álit meiri hluta.

8) Önnur mál Kl. 10:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05