34. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. janúar 2019 kl. 09:40


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:40
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:40
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:05
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:40
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:40
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:40
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:40

Bryndís Haraldsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð (ESB) 2017/2394 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 2006/2004 Kl. 09:40
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

3) 436. mál - ökutækjatryggingar Kl. 09:45
Nefndin fékk á sinn fund Sóleyju Ragnarsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

4) 433. mál - skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl. Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum iðnaðarins og Björgu Ástu Þórðardóttur frá Samtökum atvinnulífsins.

5) 136. mál - endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 10:40


Fundi slitið kl. 10:40