44. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. mars 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Einar Kárason (EinK), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 41., 42. og 43. fundar voru samþykktar.

2) Endurskoðuð þjóðhagsspá að vetri Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Marinó Melsted, Björn Björnsson, Gunnar Guðmundsson og Brynjólf Ólafsson frá Hagstofu Íslands.

3) 52. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Ómarsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands og Freyju Barkardóttur og Sigríði Finnbogadóttur frá Félaginu feminísk fjármál.

4) 494. mál - rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Fróða Steingrímsson frá FRÍSK, Guðrúnu Björk Bjarnadóttur frá STEF og Rán Tryggvadóttur frá Höfundarréttarnefnd.

5) 289. mál - samkeppnisúttekt á löggjöf og regluverki Kl. 10:45
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Þorsteinn Víglundsson yrði framsögumaður þess.

6) 380. mál - árangurstenging kolefnisgjalds Kl. 10:47
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Smári McCarthy yrði framsögumaður þess.

7) 497. mál - tekjuskattur Kl. 10:49
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50