54. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. apríl 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 10:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Einar Kárason (EinK), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 52. og 53. fundar voru samþykktar.

2) 434. mál - Þjóðarsjóður Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Harald Steinþórsson og Nökkva Bragason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 634. mál - rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti Kl. 10:20
Dagskrárlið frestað.

4) 635. mál - tekjuskattur Kl. 10:20
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

5) 632. mál - vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæður Kl. 10:30
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

Nefndin samþykkti að flytja frumvarp um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi.

6) 765. mál - sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins Kl. 10:35
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. apríl og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

7) 790. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:35
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. apríl og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

8) 762. mál - tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur Kl. 10:35
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. apríl og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

9) 763. mál - vátryggingarsamningar Kl. 10:35
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. apríl og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

10) 764. mál - dreifing vátrygginga Kl. 10:35
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. apríl og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

11) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40