63. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. maí 2019 kl. 09:00


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:00

Brynjar Níelsson var fjarverandi.
Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:45.
Þorsteinn Víglundsson vék af fundi kl. 11:15.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi milli kl. 11:00 og 11:45.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 765. mál - sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Mjöll Karlsdóttur, Unni Gunnarsdóttur og Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu og Benedikt Árnason frá forsætisráðuneyti, Guðrúnu Þorleifsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Áslaugu Árnadóttur lögmann. Samhliða var fjallað um dagskrárlið 3.

3) 790. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Mjöll Karlsdóttur, Unni Gunnarsdóttur og Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu og Benedikt Árnason frá forsætisráðuneyti, Guðrúnu Þorleifsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Áslaugu Árnadóttur lögmann. Samhliða var fjallað um dagskrárlið 2.

4) 762. mál - tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elínu Ölmu Arthursdóttur og Jón Ásgeir Tryggvason frá ríkisskattstjóra, Karl Ágúst Úlfsson og Sigríði Rut Júlíusdóttur frá Rithöfundasambandinu, Aðalheiði Dögg Finnsdóttur og Hörpu Hrönn Sigurjónsdóttur frá Myndstef og Jakob Frímann Magnússon frá STEF.

5) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00