66. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 17. maí 2019 kl. 13:05


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) fyrir Þorstein Víglundsson (ÞorstV), kl. 14:25
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 13:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:05
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 13:05
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 13:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:05
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:05

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Dagskrárlið frestað.

2) 785. mál - félög til almannaheilla Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ketil Berg Magnússon frá Almannaheillum, Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur og Ólaf Hrafn Halldórsson frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, Gísla Gíslason og Borghildi Sigurðardóttur frá Knattspyrnusambandi Íslands.

3) 434. mál - Þjóðarsjóður Kl. 14:10
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Sigríður Á. Andersen og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

4) 413. mál - kjararáð Kl. 14:20
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Ólafur Þór Gunnarsson, Sigríður Á. Andersen og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

5) 765. mál - sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins Kl. 14:30
Nefndin fjallaði um málið samhliða dagskrárlið 6.

Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Smári McCarthy og Hanna Katrín Friðriksson lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Við undirrituð leggjumst gegn því að frumvörp um Seðlabanks Íslands og um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins verði afgreidd út úr efnahags- og viðskiptanefnd og til afgreiðslu á 149. löggjafarþingi. Málið þarfnast frekari undirbúnings.“

6) 790. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 14:30
Nefndin fjallaði um málið samhliða dagskrárlið 5.

Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Smári McCarthy og Hanna Katrín Friðriksson lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Við undirrituð leggjumst gegn því að frumvörp um Seðlabanks Íslands og um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins verði afgreidd út úr efnahags- og viðskiptanefnd og til afgreiðslu á 149. löggjafarþingi. Málið þarfnast frekari undirbúnings.“

7) Önnur mál Kl. 14:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:50